Áfram óvussustig á austurlandi og hættustig á Seyðisfirði

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

  • Áfram óvissustig á Austulandi vegna skriðuhættu.
  • Áfram hættustig á Seyðisfirði og rýmingar að hluta í gildi vegna skriðuhættu.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi funduðu með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðarstjórn og vettvangsstjórn í lok dagsins.  Auk þess sátu fundinn fulltrúar frá viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum.

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands unnu ásamt samstarfsaðilum með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og björgunarsveita að gagnasöfnun, endurmælingum og uppsetningu nýrra mælipunkta á skriðusvæðunum á Seyðisfirði.  Þessi gögn verða skoðuð í kvöld og fyrramálið og frekari ákvarðanir teknar varðandi rýmingu og hreinsun á rýmingarsvæðum á morgun.  

Íbúar á nokkrum svæðum innan rýmingarsvæðisins fengu að huga að eignum sínum í dag með aðstoð björgunarsveita.  Haldinn var íbúafundur á netinu í dag á vegum Múlaþings þar sem upplýsingum var komið beint til íbúa og þeim gefinn kostur að spyrja spurninga.  Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur nú að uppsetningu þjónustumiðstöðvar í Herðubreið og mun hún vera opin á morgun.

Á morgun verður haldinn íbúafundur fyrir Eskfirðinga kl 18:00.  Fundurinn verður í beinu streymi á heimasíðu Fjarðabyggðar þriðjudaginn 22. desember og hefst hann kl. 18:00.

Stöðuskýrsla fyrir 21.12.2020 – Hættustig á Seyðisfirði