AGILE – Bætt áhættustjórnun vegna óvæntra atburða

Alþjóðlegt verkefni á sviði öryggismála hefst í dag. Verkefnið snýst um að þróa ný verkfæri og nýja aðferðafræði til að auka skilning á sjaldgæfum atburðum eða áföllum sem hafa miklar afleiðingar. Einnig er ætlunin að þróa aðferðir til að auðvelda að sjá slíka atburði fyrir og að finna leiðir til að vinna úr slíkum atburðum.

Feneyjar 19. október, 2023. Á síðari áratugum hefur umhverfi áhættustjórununar breyst til mikilla muna. Nýjar hættur svo sem loftslagsbreytingar, netógnir, skæðir smitsjúkdómar og hryðjuverk hafa litið dagsins ljós.

Stjórnvöld, fyrirtæki og fólk sem kemur að ákvarðanatöku standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar kemur að sjaldgæfum atburðum sem erfitt er að spá fyrir um og hafa miklar afleiðingar. Ein af áskorununum er að komast til botns í því hvar ábyrgð á ákvarðanatöku og aðgerðum liggur. Atburðum af þessu tagi má í stuttu máli lýsa með orðunum: Mikil áhrif – litlar líkur.

Evrópusambandið hefur ákveðið að veita styrk til verkefnisins AGILE (AGnostic risk management for high Impact Low probability Events) sem glíma á við fyrrnefndar áskoranir. Í verkefninu er ætlunin að skilgreina eðli sjaldgæfra atburða sem hafa mikil áhrif og verður vinna byggð bæði á kenningum um slíka atburði og fenginni reynslu við að fast við slíka atburði. Einnig er ætlunin að þróa verkfæri og aðferðafræði til að auka viðnámsþrótt samfélagsins gagnvart atburðum af þessari ætt. Fjórtán stofnanir og samtök standa að verkefninu sem hleypt var af stokkunum í Feneyjum í dag.

Sjaldgæfum atburðum með miklar afleiðingar er lýst þannig að þetta séu atburðir sem erfitt er að spá fyrir um, þeir gerist tilviljanakennt, hafi umsvifalausar afleiðingar sem samfélagið finnur mjög fyrir. Dæmi um atburði af þessu tagi eru kjarnorkuslysið í Fukushima, hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum  11. september 2001 og COVID-19 faraldurinn. Aðrir atburðir sem falla í þennan flokk og eru síendurteknir, en eru kannski ekki eins eftrminnilegir, eru flóð, langvarandi þurrkar og ýmsir fellibyljir. Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja þverfaglegt tímamótaverkefni sem hefur að markmiði að brúa bil í þekkingu og getu varðandi atburði af þessu tagi. Styrkurinn er veittur innan ramma Horizon Europe Framework programme.

Gordana Cveljo verkefnastjóri hjá Johanniter-Unfall-Hilfe segir að flókið og síbreytilegt eðli sjaldgæfra atburða sem hafa mikil áhrif kallar á nýja tegund sérfræðiþekkingar. Það kallar á þáttöku aðila í verkefninu sem standa utan hins klassíska akademíska rannsóknarumhverfis. Í AGILE verkefninu er safnað saman framúrskarandi vísindamönnum úr fjölda greina til að takast á við að auka skilning á atburðum af þessu tagi og til að auka viðnámsþrótt gagnvart þeim. Þá er markmiðið einnig að styðja við þau sem standa þurfa að ákvarðanatöku og aðgerðum í atburðum af þessu tagi. Þetta þverfaglega teymi mun vinna saman að því að skapa nýja hagnýta þekkingu sem mun leiða til langvarandi úrbóta í áhættustjórnun.

Í verkefninu verður aðferðafræði hagnýtra rannsókna beitt til að auðvelda stjórnendum og þeim sem vinna að stefnumótun að nýta niðurstöðurnar. Viðfangsefnin ráðast af óskum og þörfum notanda niðurstaðna verkefnisins, það er þeirra sem fara með málefni áhættustjórnunar á landsvísu, innan héraða eða sveitarfélaga. Í verkefninu verða dregnar saman þekktar og viðurkenndar aðferðir ásamt nýjum og yfirfæranlegum nálgunum til að glíma við fjölþátta ógnir og til að auka viðnámsþrótt samfélaga. Þættirnir sem verða skoðaðir og verkfærin sem verður beitt eru í stórum dráttum þessir:

 • Skilningur (kerfisgreiningar, nýjungar í greiningu og hugsun, framsýni í stefnumótun, gervigreind)
 • Framsýni (Geð sviðsmynda og  skrifborðsæfingar, bestun í ákvarðanatöku, gervigreind) og
 • Stjórnun (mat áfallaþols, þjálfun í framsýnni stefnumótun)

Í verkefninu verða þróaðar skalanlegar aðferðir sem beita má við mismunandi aðstæður til að greina algengar orsakir hruns samfélagslegra innviða af völdum sjaldgæfra atburða sem valda miklum áhrifum. Þá mun AGILE verkefnið einnig leggja fram tillögur sem ætlaðar eru Evrópubandalaginu og alþjóðasamtökum í glímu þeirra við hnattrænar áskoranir svo sem varðandi aðlögun að loftslagsbreytingum, verkefni almannavarnakerfis Evrópubandalagsins (og aðildarþjóða þess samstarfs) og varðandi stefnumótun Evrópubandalagsins í öryggismálum.

“Reynsla okkar í rannsóknarverkefnum hefur í gegnum tíðina sýnt fram á mikilvægi þátttöku Almannavarna í verkefnum eins og þessum. Þátttaka okkar hefur einnig skilað sér í bættu skipulagi og auknum viðbúnaði.  Því er óhætt að segja að við hjá Almannavörnum fögnum að þetta verkefni er komið af stað segir Viðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.

Í hópi þátttakenda í AGILE verkefninu eru háskólar, rannsóknarstofnanir, félagasamtök, viðbragðsaðilar, sveitarstjórnir, héraðsstjórnir og ríkisstofnanir.  AGILE verkefnið hófst formlega 1. október 2023, ræsifundur verkefnisins var haldinn í Ca’ Foscari háskólanum í Feneyjum 19. til 20. október 2023.

Þátttakendur í verkefninu
Samtök/Yfirvöld:

 • Hjálparsamtökin Johanniter-Unfall-Hilfe e.V., Þýskalandi
 • Innanríkisráðuneyti Rúmeníu (Ministerul Afacerilor Interne), Rúmeníu
 • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Íslandi
 • Héraðsstjórnin Veiligheidsregio Rotterdam-Rijnmond, Hollandi
 • Borgarstjórn Rotterdam, Hollandi
 • Orku og umhverfisstofnun Arrábida (Agência de Energia e Ambiente da Arrábida), Portúgal

Háskólar og rannsóknarstofnanir:

 • G.E. Pukhov Institute for Modelling in Energy Engineering, Úkraínu
 • Delft University of Technology, Hollandi
 • Euro-Mediterranean Center on Climate Change (Fondazione Centro Euro-Mediterraneo sui Cambiamenti Climatici), Ítalíu
 • Pacific Disaster Center, University of Hawaii, Bandaríkjunum
 • University College London, Englandi

Sérfræðingar og ráðgjafarfyrirtæki

 • Prepared International UG, Þýskalandi
 • Factor Social (Consultoria em Psico-sociologia e Ambiente Lda), Portúgal
 • ARTTIC Innovation GmbH, Þýskalandi

Ráðgjafanefnd verkefnisins:

 • United Nations Office for Disaster Risk Reduction, Sviss
 • Global Facility for Disaster Reduction and Recovery, Sviss
 • Organisation for Economic Co-operation and Development, Frakklandi
 • IFRC Risk Informed Early Action Partnership, Sviss
 • Greater London Authority, City Resilience Manager, Englandi
 • Dallas Fort Worth Airport, Bandaríkjunum

Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi stöðum:

Vefur og samfélagsamiðlar
Vefsíða: www.project-agile.eu
Fréttabréf: Skráning hér

Twitter: https://twitter.com/AgileProject_Eu

LinkedIn: linkedin.com/company/project-agile

Tengiliður verkefnisins
Andreas Seipelt,
ARTTIC Innovation GmbH

Andreas.Seipelt@arttic-innovation.de

Verkefnisstjóri verkefnisins
Cveljo Gordana
Johanniter-Unfall-Hilfe Ev (JUH)
Gordana.Cveljo@johanniter.de

Tengiliður fyrir fjölmiðla
Verena von Scharfenberg
ARTTIC Innovation GmbH
Verena.vonScharfenberg@arttic-innovation.de