Almannavarnastig fært af neyðarstigi á óvissustig

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur ákveðið að færa almannavarnastig í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum af neyðarstigi niður á óvissustig vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði.  

Verið er að vinna í eftirmálum atburðar. Aðstæður á vettvangi fara batnandi og hefur Veðurstofan aflétt hættustigi vegna snjóflóða.  Veður fer batnandi  og veðurskilyrði góð, verið er að opna vegi og uppbyggingafasinn er hafinn.