Almannavarnastigum vegna veðurs aflýst

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi aflýsir óvissu- og hættustigum almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 9-10. október.  Engar veðurviðvaranir eru í gildi.