Almannavarnir fara niður á óvissustig vegna eldgoss við Litla Hrút.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgoss sem hófst við Litla Hrút 10. Júlí 2023 niður á óvissustig.  Ekki hefur mælst gosórói frá 5. ágúst og engin yfirborðsvirkni sjáanleg í gígum.