Mikilvægt er að íbúar sveitarfélaga kynni sér almannavarnir í nærumhverfi sínu og hugi að viðbúnaði og viðbrögðum vegna þeirra. Til þess að ræða málefni almannavarna í Hveragerði verður haldinn íbúafundur þriðjudaginn 12. september kl. 20:00 í Grunnskólanum í Hveragerði, en þar mun bæjarstjórinn ræða það sem brennur á Hvergerðingum í almannavarnamálum.
Ennfremur fjallar sérfræðingur frá Veðurstofu um vöktunarkerfi stofnunarinnar, fulltrúi Viðlagatryggingar skoðar það sem er vátryggt í náttúruhamförum og fulltrúar almannavarna og lögreglu á Suðurlandi kynna áherslur og verkefni í almannavarnamálum á svæðinu. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn.