Almannavarnir auglýsa eftir sumarstarfsmanni

Almannavarnir auglýsa eftir aðstoðarmanni við texta- og námsefnisgerð. Verkefnið felst í að aðstoða starfsmenn almannavarna við yfirlestur skýrslna og leiðbeininga og að gera texta þeirra samræmdan, auðlæsilegan og aðgengilegan. Auk þess að undirbúa texta fyrir birtingu og að útbúa glæruefni upp úr textanum til notkunar á námskeiðum.

Menntunar- og hæfniskröfur: Viðkomandi stundi háskólanám í íslensku og hafi að lágmarki lokið BA gráðu í íslensku. Einnig þarf starfsmaðurinn að hafa reynslu af textagerð. Geti sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt.Umsóknarfrestur er til 21. júní nk.

Umsóknir um sumarstörf | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)