Næstu dagar í Grindavík

Á morgun og næstu daga er leyfilegt fyrir íbúa Grindavíkur að dvelja í bænum milli kl: 9:00-15:00. Hleypt verður inn tilgreind svæði og verður farið eftir þessum lista.

Mikilvægar upplýsingar
 
Island.is
Hægt er að hafa samband við Almannavarnir vegna beiðna með því að ýta á „svara eða reply“ við tölvupóstinum sem berst frá okkur þar. Þetta virkar eins og tölvupóstur fram og tilbaka og skráir þar af leiðandi öll samskipti. Best er ef fólk getur nýtt þessa leið til þess að eiga samskipti við okkur vegna beiðna.

Vegna QR kóða:

  • Fyrir næstu daga munum við senda út QR kóða á þá einstaklinga sem áður hafa sótt um aðgang inn í bæinn og munu þeir einstaklingar sem eiga tíma fá senda kóða kvöldinu áður.
  • Íbúar fá senda kóða í gegnum tölvupóst og sms í síma
  • Ef einhver hefur ekki áður sótt um aðgang eða vill fá kóða þá skal sækja um kóða á https://island.is/v/fyrir-grindavik/adgengi-til-grindavikur
  • Nauðsynlegt er að allir auðkenni sig í gegnum rafræn skilríki með símanúmeri svo að úrvinnslan sé sem réttust
  • Ekki senda inn fleiri en eina umsókn
  • Senda þarf inn beiðnir á island.is fyrir kl.15 deginum áður en nýta á tímaramma
  • Athugið að verið er að senda út nýja kóða og því best að eyða út gömlum kóðum svo ekki sé ruglast á kóðum þegar ekið er um lokunarpósta
  • Hver og einn sem ætlar inn á svæðið þarf að hafa QR kóða tilbúinn. 
  • Ekki verða gefnir út kóðar við lokunarpósta
  • Ef einstaklingar þurfa aðstoð vegna QR kóða vinsamlegast hafið samband í síma 444-3500

 Vegna aðstoðar v/pökkunar, flutning og geymslu innbús

  • Aðstoð v/pökkunar, flutnings og geymslu innbús er ekki háð þeim tímaslottum sem eru auglýst
  • Þjónustumiðstöð Almannavarna og Grindavíkurbæjar vinna að því að fara yfir beiðnir og ákveða tímasetningu í samráði við eigendur og það getur því tekið tíma fyrir einstaklinga að fá svör með tímasetningu, biðjum við einstaklinga að sýna biðlund
  • Ekki senda inn nýjar beiðnir ef þið hafið nú þegar sent inn beiðni. Best væri ef staðfestingapósti frá Almannavörnum yrði svarað með því að ýta á “svara/reply” 
  • Ef einhver telur sig þurfa aðstoð þá þarf að sækja um á https://island.is/v/fyrir-grindavik/adgengi-til-grindavikur

Ef einstaklingar þurfa aðstoð vegna v/pökkunar, flutnings og geymslu innbús þá er hægt að hafa samband í síma 444-3500.