Alvarlegt bílslys á Skeiðarársandi

Hópslysaáætlun á Suðurlandi var virkjuð um klukkan 14:00 vegna alvarlegs bílslyss á Skeiðarársandi . Tveir bílar, sem í voru 9 erlendir ferðamenn lentu í árekstri. Fjórir slösuðust alvarlega og fimm eru minna slasaðir.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar á vettvang og fluttu 7 manns á sjúkrahús. Tveir farþegar voru fluttir í bæinn í sjúkrabílum.

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri og mun sinna 17 farþegum úr rútu sem komu að slysinu.