Áríðandi tilkynning til íbúa Suðurnesja

Nú þegar rof hefur orðið á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum biðla Almannavarnir til íbúa Suðurnesja að nota alls ekki meira rafmagn til að hita húsin sín en það sem nemur einum litlum hitablásara.

Noti íbúar meira rafmagn eða fleiri ofna er hætta á að skemmdir verði í þeim hverfum. Hverfin eiga þá í hættu á að rafmagn slái þar út og þær skemmdir tekur langan tíma að gera við.