Breyting á almannavarnarstigum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að fara af neyðarstigi Almannavarna vegna eldgoss á Reykjanesskaga, búið er að lýsa yfir goslokum. Á sama tíma heldur landris áfram við Svartsengi og því hefur verið ákveðið að setja á hættustig vegna þess. Sjá frétt Veðurstofunnar vegna landris við Svartsengi.

Einnig hefur Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara af neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Almannavarnarstigið vegna þessa hefur nú verið fært á óvissustig.