Búist við stormi og ofankomu norðantil á landinu

Viðvörun frá Veðurstofu Íslands

Búist er við norðan hvassviðri eða stormi með talsverðri ofankomu norðantil á landinu seint í kvöld og á morgun fimmtudag og einig er búist við mjög sterkum vindhviðum undir Eyjafjöllum og Vatnajökli á morgun.

Nánar um útlitið:

Norðalæg átt, 10-18 m/s með éljum um landið norðanvert, en hvessir og bætir í ofankomu í kvöld. Norðan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) og snjókoma norðantil á landinu í nótt og á morgun og talsverð úrkoma á köflum og slæmt skyggni. Undir hádegi á morgun hvessir mjög undir Eyjafjöllum og síðdegis undir Vatnajökli og á þeim slóðum á búast við vindhviðum yfir 40 m/s. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðri og fært og að vera ekki á vanbúnum bifreiðum á þessum slóðum.

Þar sem stórstreymt var í morgun, má búast við mjög hárri sjávarstöðu og mikilli ölduhæð við norðurströndina.