Búist við úrkomu aðfaranótt mánudags á Seyðisfirði.

Búist er við úrkomu á Austfjörðum aðfaranótt mánudags og fram á miðvikudagsmorgun. Aukin ákefð er í spánni uppúr hádegi á mánudegi og helst hún fram á hádegi á þriðjudag í hvassri austan eða norðaustan átt. Uppsöfnuð úrkoma gæti orðið 100-120 mm. Af þessum sökum gæti komið til rýmingar í húsum undir Botnabrún á Seyðisfirði einkum í nágrenni við stóra skriðusárið.

Ekki er orðið ljóst hversu viðamikil sú rýming yrði og verður tekin ákvörðum um framhaldið um miðjan dag næstkomandi sunnudag. Fólk er vinsamlegast beðið um að fylgjast með veðurspá og fréttatilkynningum á sunnudaginn.

Enn er mikilvægt að sýna aðgæslu vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. 

Þá er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins 1717.