Eldgosinu í Holuhrauni er lokið

Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. Nauðsynlegt er að fylgjast áfram mjög vel með Bárðarbungu. Áfram verður fylgst með gasmenguninni frá gosstöðvunum og hraunbreiðunni í Holuhrauni. Á þessu stigi hefur ekki verið tekin ákvörðun um að breyta aðgangsstýrða svæðinu norðan Vatnajökuls. Almannavarnir vinna áfram á hættustigi, en litakóði fyrir flug hefur verið lækkaður úr appelsínugulum í gulan. Næsti fundur vísindamannaráðs er fyrirhugaður þriðjudaginn 3. mars 2015.