Enn varhugavert að vera í námunda við Keili og Fagradalsfjalla.

Síðdegis í dag sendu almannavarnir út boð með sms skilaboðum að enn væri varhugavert að vera í námunda við Keili og Fagradalsfjalli. Skilaboðin voru og eru ætluð þeim vegfarendum sem eru nærri þessum svæðum. Hins vegar dreifðust þau á of stórt svæði þar á meðal til Grindavíkur og inn á höfuðborgarsvæðið. 

Almannavarnir ítreka að enn er varhugavert að vera í námunda við Keili og Fagradalsfjall og biðla til vegfarenda að taka tillit til þess.