Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð og aðgerðarstjórn á Suðurnesjum voru virkjaðar kl. 13.00 í dag á hættustig skv. Flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Flugvél á leið frá London til Edmonton í Kanada óskaði eftir öryggislendingu vegna viðvörunar um bilun í öðrum hreyflinum. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna vélarinnar.
Flugvélin lenti klukkan 14:40 en um borð voru 258 farþegar. Hættustigi skv. Flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll var þá aflýst.