Á öllum áætlunarflugvöllum landsins eru reglulega haldnar umfangsmiklar æfingar sem reyna á viðbrögð vegna flugslysa. Í dag fer fram flugslysaæfing á Vestmannaeyjaflugvelli. Á æfingunni verða æfð viðbrögð við því að flugvél, með rúmlega 20 manns um borð, hlekkist á við lendingu. Eldar kvikna og það þarf að bjarga fólki úr flugvélarflakinu.
Allir viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum taka þátt í æfingunni auk ráðgjafa sem sjá um að setja upp æfinguna.
Markmið æfingarinnar er að æfa samhæfingu allra viðbragðsaðila í Vestmanneyjum en Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík tekur líka þátt í æfingunni.
Æfingar sem þessar eru mikilvægur þáttur í að tryggja að almannavarnakerfið sé vel undirbúið fyrir stór verkefni sem kunna að koma upp.