Frekari rýmingar á Austurlandi

English below

Frá lögreglunni á Austurlandi:

Veðurstofan hefur vegna hættuástands vegna ofanflóða ákveðið rýmingu á reitum 4 á Stöðvarfirði og reit 7 Fáskrúðsfirði. Rýmingin gildir frá klukkan 14:00 og þangað til að önnur tilkynning verður gefin út.

Göturnar sem um ræðir á Stöðvarfirði eru:

Borgargerði 2
Hólaland 12 & 12a
Túngata 8
Skólabraut 20
Sundlaugin á Stöðvarfirði
Fjarðarbraut 55 & 56
Hús neðan við Fjarðarbraut 56

Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Gamla samkomusalnum eða hafa samband í síma 1717 ef fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir.

Á Fáskrúðsfirði hefur verið ákveðið að rýma húsið Ljósaland

Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 13 og 14 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.