Gasmengun í nótt á Reykjanesi og á Höfuðborgarsvæðinu

Vakin er athygli á því að búast má við töluverðri gasmengun í nótt frá eldgosinu við Litla-Hrút. Íbúar á Reykjanesi eru hvattir til þess að sofa með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu. Á vef Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi.is má fylgjast með mælingum á loftgæðum í þéttbýli.