Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi á Suðurlandi. Svo virðist sem veðurspár gangi eftir og flestir hafi tekið viðvörunum almannavarna alvarlega. Búið er að loka helstu leiðum eins og sjá má á korti Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/faerd-um-allt-land/island1.html
Skilgreining á hættustigi: Ef hættumat leiðir í ljós að hætta fer vaxandi verður að grípa til tafarlausra ráðstafana til að tryggja sem best öryggi þeirra sem á svæðinu búa/dvelja. Slíkt er gert með því að efla viðbúnað neyðar- og öryggisþjónustunnar á viðkomandi svæði, ásamt því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða s.s. rýmingar, brottflutnings eða lokunar svæða. Einnig eru leiðbeiningar og viðvaranir einkennandi fyrir þetta stig.
Fylgist með frekari uppfærslum á Facebook www.facebook.com/Almannavarnir
English
The National Commissioner of the Icelandic Police has decided in collaboration with the District Commissioner in South Iceland to declare an Alert phase in South Iceland. Most roads have been closed in Iceland due to increased wind and bad weather and there is no weather for travelling.
Alert Phase means that if hazard assessment indicates increased threat, immediate measures must be taken to ensure the safety and security of those who are exposed / in the area. This is done by increasing preparedness of the emergency- and security services in the area and by taking preventive measures, such as restrictions, closures, evacuations and relocation of inhabitants. This level is also characterized by public information, advise and warning messages.
Follow us on Facebook www.facebook.com/Almannavarnir