Hættustig vegna Skaftárhlaups

English below

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsir yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli.  Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undafarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.  Hlaupið getur komið fram undan Tungnaárjökli, Skaftárjökli í Skaftá eða undan Síðujökli í Hverfisfljót.

Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðafólki frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra.  Brennisteinsvetnismengun getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum auk þess sem árnar geta flætt yfir bakka sína og vegi sem liggja þeim nærri.

Hættustig þýðir að ef hætta fer vaxandi verður að grípa til tafarlausra ráðstafana til að tryggja sem best öryggi þeirra sem á svæðinu búa eða dvelja. Slíkt er gert með því að efla viðbúnað neyðar- og öryggisþjónustu á viðkomandi svæði, ásamt því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða s.s. rýmingar, brottflutnings eða lokunar svæða. Einnig eru leiðbeiningar og viðvaranir einkennandi fyrir þetta stig.
Starfsmenn Veðurstofu Íslands og lögreglumenn á Suðurlandi fylgjast náið með framvindunni á svæðinu.

The national commissioner of the Icelandic police in association with the district commissioner in South Iceland declare Alert phase due to information from the Icelandic Meteorological Office concerning unusually fast rising flash flood in Skaftá that will occur during the next days with increased uncertainty about the size of the area affected by floodwater.

Travelers are advised to stay at a good distance away from the rivers Skaftá and Hverfisfljót.

Alert Phase  means that if hazard assessment indicates increased threat, immediate measures must be taken to ensure the safety and security of those who are exposed / in the area. This is done by increasing preparedness of the emergency- and security services in the area and by taking preventive measures, such as restrictions, closures, evacuations and relocation of inhabitants. This level is also characterized by public information, advise and warning messages.