Hættustigi aflétt vegna hlaups í Skaftá

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Óvissustig almannavarna tekur því við.

Lokunum vega á svæðinu er aflétt en rétt er að minna ferðafólk á að áfram má búast við mengun af brennisteinsvetni fast við ána, sérstaklega á svæðinu við upptök árinnar þar sem hún rennur undan jökli.