Hópslysaæfing í umdæmi almannavarna Þingeyinga

Laugardaginn þann 3. september n.k. munu almannavarnir Þingeyinga ásamt öllum viðbragðsaðilum á því svæði halda hópslysaæfingu sem fara mun fram í Aðaldal. Gera má ráð fyrir að allt að 100 manns taki þátt í æfingunni auk leikara sem taka að sér að leika þolendur. Þarna mun verða sviðsett stórt rútuslys með allt að 30 manns. Auk viðbragðsaðila á svæði almannavarna Þingeyinga mun Samhæfingarmiðstöðin Skógarhlíð, LHS og Landhelgisgæsla Íslands taka þátt í æfingunni. Þennan dag má því gera ráð fyrir einhverri truflun á umferð á þessu svæði. Æfingin er liður í innleiðingu á viðbragðsáætlun vegna hópslysa sem verið hefur í vinnslu í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra síðastliðna mánuði.

IMG_2029_dng

Frá hópslysaæfingu

flugslysaæfing 136