Íbúar fylgist með loftgæðum á Suðurnesjum

Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þessar er mælt með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. Hægt er að fylgjast með loftgæðum inn á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is

Einnig er hægt að fylgjast með gasmælingarspá á vef Veðurstofu Íslands: https://vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar inn á vef Umhverfisstofunar

https://ust.is/loft/eldgos/leidbeiningar-a-timum-eldgosa/

Nokkur mengun hefur verið frá eldgosinu við Sundhnúksgíga á Reykjanesi síðustu daga og því mikilvægt fyrir íbúa að fylgjast vel með.

Á vef Embætti landlæknis er fjallað um hver heilsufarsleg áhrif vegna mengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgíg eru. Mikilvægt er fyrir þau sem eru á svæðinu að kynna sér einkennin.

Gosmóða og brennisteinsdíoxíð geta valdið sleni, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk annarra einkenna frá öndunarfærum. Minnstu svifryksagnir (PM 1 og 2,5) eru hættulegar heilsunni þar sem þær eiga auðvelt með að ná djúpt niður í lungun. Börn og einstaklingar sem eru með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma ættu að forðast útivist í lengri tíma sem og áreynslu utandyra, þar sem er loftmengun, og hafa glugga lokaða.