Innanríkisráðherra Ólöf Nordal heimsótti Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í dag og kynnti sér málefni almannavarna og atburðarásina í Bárðarbungu og Holuhrauni. Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen og Jón F.Bjartmarz yfirlögregluþjónn tóku á móti ráðherra og Björn Oddsson verkefnastjóri hjá almannavarnadeildinni var með kynningu um jarðhræringarnar í Bárðarbungu.
Innanríkisráðherra í Samhæfingarstöðinni
18. apríl 2014 18:19