Jarðskjálftahrina austan við Selfoss

Jarðskjálftahrinan austan við Selfoss er enn í gangi. Gott að nýta tækifærið og fara yfir viðbrögð við jarðskjálftum. Skjálftinn í gærkvöldi var nógu stór til að hlutir féllu úr hillum. Gott er að skoða vel umhverfi sitt og festa það sem er laust og gæti valdið meiðslum ef það dettur. Sjónvörp, myndir, blómavasar, bækur og annað slíkt geta verið hættulegir hlutir ef þeir fara af stað.  Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og lögreglan á Suðurlandi fylgjast vel með málum í samstarfi við Veðurstofu Íslands.