Jarðskjálfti af stærðinni 4 við Kleifarvatn

Í dag 29.5. kl. 13:10 varð jarðskjálfti af stærð 4 með upptök við norðanvert Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Annar skjálfti að stærð 3,1 varð í morgun kl. 11:58. Hann fannst einnig í Reykjavík . Skjálftahrina hefur verið á svæðinu frá því í morgun. Skjálftarnir eru grunnir eða á um 3 km dýpi. Skjálftahrinan er á flekaskilunum sem liggja um Reykjanesskagann.

Fyrir þá landsmenn sem búa á eða við þekkt jarðakjálftasvæði er vert að minna á ráðstafanir til að draga úr tjóni og minnka líkur á slysum vegna jarðskjálfta en á vefsíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Varnir fyrir jarðskjálfta má finna https://www.almannavarnir.is/default.asp?cat_id=102 og viðbrögð við jarðskjálfta https://www.almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=103

In English
An earthquake of magnitude 4.0 occurred close to the lake Kleifarvatn on the Reykjanes peninsula at 13:10 UTC on 29 May. It was felt widely in the capital area.