Jarðskjálftar í Kötlu

Veðurstofan tilkynnti um jarðskjálfta að stærðinni 3,9 í Kötluöskjunni, sem varð rétt fyrir kl. 1400 í dag. Þar er nú allt með kyrrum kjörum en Veðurstofan fylgist áfram vel með allri skjálftavirkni í Mýrdalsjökli sem og annarsstaðar á landinu.