Jökulhlaup í Múlakvísl í rénun

Jökulhlaupið í Múlakvísl á Mýrdalssandi er í rénun en ennþá er mikið flóðavatn í ánni.

Rafleiðni jóx mjög hratt milli kl. 6 og til rúmlega 7 í morgun og toppaði í um 580 µS/cm en hefur farið hægt sígandi síðan þá kl. 14:40 mælist rafleiðnin um 330 µS/cm og fer hægt minnkandi.

Sjónarvottar á vettvangi hafa gefið til kynna að áin er enn mikil umfangs og mikill breytileiki er í flóðafarveginum.

Fólk er hvatt til að sína aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.

Veðurstofan, lögreglan, almannavarnir og Vegagerðin fylgjast áfram vel með framvindu og bregðast við eftir því sem þurfa þykir.  Vegagerðin er áfram með viðbúnað við þjóðveginn þar sem verið er að þétta varnargarða.