Jökulsá á Fjöllum: Óvissustigi aflýst

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:

  • Óvissustigi aflýst við Jökulsá á Fjöllum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum.

Í síðustu viku hefur vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði farið lækkandi úr um 420 cm í 300 cm,  krapinn er byrjaður að bráðna og vatn farið að komast greiðlega niður árfarveginn.