Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum inn á skilgreint svæði í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum inn á skilgreint svæði í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, það er eingöngu gert til þess til að sækja gæludýr og ómissandi eigur.  Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar. Þessi heimild nær eingöngu til þessa tiltekna hverfis, og ekki annarra hverfa eða svæða í Grindavik. Athugið að sérstök aðgerð er í gangi til þess að sækja alla hesta í hestahverfinu norðan við Austurver.

Við ítrekum við aðra íbúa að keyra alls EKKI í átt að Grindavík og ekki safnast saman á lokunarpóstum. 

Íbúar í Þórkötlustaðahverfi sem fá að fara inn til Grindavíkur fara ekki þangað á eigin bílum.  Íbúar sem fá að fara inn í til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið,  við Fagradalsfjall.

Ekki er heimilt að aka í gegnum Grindavíkurbæ, því þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan eða frá Þorlákshöfn eða Krýsuvíkurvegi. Frá söfnunarstað verður ekið í bílum viðbragðsaðila inn í bæinn. 

Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar. 

Til athugunar fyrir íbúana

  • Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara
  • Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili
  • Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað
  • Munið eftir húslykli
  • Búr fyrir gæludýr ef þörf er á
  • Poka eða annað undir muni
  • Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu.
  • Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni.
  • Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk
  • Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila

Ítrekað er að þetta er ekki léttvæg ákvörðun. Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð.  Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær mögulegt verður að fara í samskonar leiðangra í önnur hverfi. Þórkötlusvæðið er innan lokunarsvæðis en utan rýmingarsvæðis.

English:

The Police Commissioner for Reykjanes Peninsula District has decided to allow residents in the Þórkötlustaða area in Grindavik to briefly return to their homes, only to pick up pets and other essential belongings. This operation will be controlled and organized by the Police. The permit to enter homes is restricted to the Þórkötlustaða area in Grindavik and does not apply to other parts of the town.

Residents that are allowed to enter their homes must come to a gathering point at the parking lot by Fagradalsfjall. It is not allowed to drive through the town of Grindavik, so the gathering point must be accessed from Suðurstrandavegur or Krýsuvíkurvegur. Residents will be escorted by police and/or rescue personnel.

Important information:

·        Only go if is necessary

·        Only one person per home is allowed

·        Make a list of what you are going to pick up before you leave

·        Remember to bring the key to your house

·        Bring a crate for pets if needed

·        Bring bags for other items

·        Residents will have very limited time in their homes

·        Persons with serious allergies to pets should not travel, since pets will be transported on the way back

·        This operation is only intended to pick up pets and essential items such as medicines and passports.

·        Vehicles that were left behind when Grindavik was evacuated can be moved from the town, but will be escorted by rescue operators.

This is not an operation without risk and this decision is not taken lightly. It is therefore imperative that everybody involved will follow Police orders. At this time no decision has been made on whether it will be possible to enter other parts of Grindavik than the Þórkötlustaða area.