Mikil úrkoma á Austurlandi

English below

Í nótt féll aurskriða nærri tveimur húsum á Seyðisfirði þegar Þófalækur hljóp.  Annað húsið er íbúðarhús en hitt er geymsluhúsnæði.  Engin slys urðu á fólki en húsin höfðu verið rýmd um miðjan dag í gær vegna mikillar úrkomu.

Gríðarmikil úrkoma hefur verið á svæðinu en við þær aðstæður má búast við grjóthruni víða og jafnvel aurskriðum við ár og læki.

Nokkur viðbúnaður hefur verið á Austurlandi frá því í gær vegna úrkomunnar en sér í lagi á Eskifirði og Seyðisfirði.  Þar hefur þurft að rýma hús, rjúfa vegi og moka úr ám til að létta álagi á mannvirki og forða tjóni.

Ofnaflóðavakt Veðurstofunnar hefur fylgst vel með ástandi á svæðinu í náinni samvinnu við lögreglu og almannavarnir.  Lögreglan á Austurlandi hefur samhæft aðgerðir í góðu samstarfi við sveitarfélögin og starfsmenn þeirra.

Last night a mudslide fell near two houses in Seyðisfjörður near Þjófalækur river.

One house is a residential building and the other is a storage facility. Both houses had been evacuated by mid-day yesterday due to heavy rainfall in the area.

There has been a great deal of precipitation in the area, but in these circumstances it is possible to expect rock fall and landslides near rivers and streams.

A few measures have been taken in eastern Iceland since yesterday due to the rainfall, especially in Eskifjörður and Seyðisfjörður. There has been a need to evacuate houses, make breaches in roads and shovel mud and rocks from rivers to relieve stress on structures to avoid damage.

The Icelandic Met Office has monitored the area closely in good cooperation with the police and civil protection. The police in Austfirðir have coordinated actions in the area in close cooperation with the municipalities and their employees