Mjög slæmt veður framundan – Almannavarnarstig víða um land vegna veðurs.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra í neðangreindum umdæmum lýsir yfir eftirfarandi almannavarnastigum vegna veðurspár á morgun,  sunnudaginn 9. október:

Vestfirðir – Óvissustig Almannavarna vegna veðurs og hugsanlegra samgöngutruflana (Appelsínugul veðurviðvörun).

Norðurland vestra – Óvissustig Almannavarna vegna veðurs, mikillar úrkomu og hugsanlegra samgöngutruflana (Appelsínugul veðurviðvörun).

Norðurland eystra – Hættustig Almannavarna vegna veðurs, mikillar úrkomu og hugsanlegra samgöngutruflana (Rauð veðurviðvörun).

Austurland – Hættustig Almannavarna vegna veðurs, mikillar úrkomu og hugsanlegra samgöngutruflana (Rauð veðurviðvörun).

Suðurland – Óvissustig Almannavarna vegna hvassviðris og hugsanlegra samgöngutruflana (Appelsínugul veðurviðvörun).

Fólk sem hugar að ferðalögum á þessum landshlutum er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám á www.vedur.is og upplýsingum um ástandi vega www.vegagerdin.is og www.safetravel.is

Þar sem spár Veðurstofu gera ráð fyrir mikilli úrkomu er fólk sérstaklega hvatt til að huga að ræsum og niðurföllum til að forðast vatnstjón.