Öryggi ferðamanna og náttúruvernd

Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um öryggi ferðamanna og náttúruvernd. Fararheill eða Feigðarflan, öryggi ferðamanna og náttúruvernd er yfirskrift málþings í Gunnarsholti þann 26. febrúar. Á málþinginu verða fjölmargir aðilar með stutta framsögu þar sem fjallað er um viðbúnað og viðbrögð vegna ört vaxandi ferðamannastraums á landinu. Hér með má finna dagskrá málþingsins, en það er öllum opið en þátttakendur eru hvattir til að skrá sig hjá edda@land.is.

Frett_24022015