Óskað eftir húslyklum í rauða, græna hverfinu og hluta af bláa hverfinu í Grindavík.

Almannavarnir, í samstarfi við HS Veitur fóru í það í gærkvöldi að koma á heitu vatni á hús vestan Víkurbrautar í Grindavík (Sjá rýmignarkort Grindavíkur: rauða, græna og hluta af bláa hverfinu).

Mikil áhersla var lögð á þessa framkvæmd þar sem talsvert frost er á svæðinu og verður næstu daga.  Því var nauðsynlegt var að fara í þessa aðgerð til að koma í veg fyrir mikið eða meira tjón á húsum.

Til þess að hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna er þess nú óskað að íbúar Grindavíkur í hverfunum sem skilgreind eru í rauða, græna hverfinu og hluta af bláa hverfinu (sjá rýmingarkort Grindavíkur og götulista hér að neðan) komi með lykla að íbúðum sínum, annað hvort í Þjónustumiðstöð Almannavarna í Tollhúsinu við Tryggvagötu eða í húsnæði Brunavarna. Suðurnesja að Flugvöllum 33 í Reykjanesbæ.  Íbúar eru hvattir til þess að koma með lyklana á þessa staði eins fljótt og auðið er. Móttaka lykla er á þessum tveimur stöðum til klukkan 17:00.  Almannavarnir hafa fengið til liðs við sig viðbragðsaðila pípulagningamanna til að skoða þau húsnæði sem eru á þessu skilgreinda svæði, þ.e. vestan Víkurbrautar. 

Þau sem ekki ná að koma með húslykla á þessa tvo skilgreindu staði geta komið með þá á íbúafund sem haldinn verður kl. 17:00 í dag í Laugardagshöllinni. Íbúar annarra svæða geta einnig komið með húslykla af sínum íbúðum á íbúafundinn.

Eins og staðan er núna þá er vera íbúa óheimil í Grindavík en viðbragðsaðilar hafa verið þar að störfum. 

Móttaka lykla í dag er í Þjónustumiðstöðinni við Tryggvagötu og á Slökkvistöðinni í Reykjanesbæ við Flugvelli. Einnig er hægt að koma með húslykla á íbúafundinn í dag.

Þær götur sem um ræðir eru:

Skipastígur
Árnastígur
Vigdísarvellir
Glæsivellir
Ásvellir
Gerðavellir
Baðsvellir
Selsvellir
Litluvellir
Sólvellir
Hólavellir
Blómsturvellir
Höskuldarvellir
Iðavellir
Efstahraun
Heiðarhraun
Leynisbraut
Hraunbraut
Staðarhraun
Hvassahraun
Borgarhraun
Leynisbrún
Arnarhraun
Skólabraut
Ásabraut
Fornavör
Suðurvör
Norðurvör
Staðarvör
Laut
Dalbraut
Sunnubraut
Hellabraut
Vesturbraut
Kirkjustígur
Verbraut