Óveður gengur yfir landið.

Óveður gengur nú yfir landið og er nokkuð í samræmi við veðurspár síðustu daga. 


Áhrif veðursins á raforkukerfið hafa verið mikil. Straumrof og rafmagnstruflanir hafa verið á Snæfellsnesi, Borgarfirði, Vestfjörðum, Hrútafirði, Suðurlandi og minni truflanir víðar. Nokkuð vel hefur gengið að fá rafmagn á aftur heilt yfir.  Þessa stundina er rafmagnslaust í Snæfellsbæ. Rafmagn er á stærstum hluta Vestfjarða eftir talsverðar truflanir.


Ekkert flugveður hefur verið seinnipartinn en það gæti síðar í kvöld.


Mest álag á viðbragðsaðila hefur verið á Suðurlandi sérstaklega á Hellisheiði að Þrengslum þar sem tugir bíla hafa setið fastir og hundruðir ferðalanga strandaglópar. Fjöldahjálpastöð var opnuð í Hellisheiðavirkjun og í Þorlákshöfn. Vegna aðstæðna hefur ekki verið kostur á að koma fólki þaðan. 


Veðrið er þessa stundina að ná hámarki á Höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð er um foktjón en helstu verkefni björgunarsveita hafa verið ófærðarverkefni í efri byggðum og nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Heilt yfir hafa viðbragðsaðilar verið í verkefnum til þessa frá Vík að Vestfjörðum. Snemma í kvöld var reitur 4 á Patreksfirði rýmdur vegna snjóflóðahættu sem er mikil að mati Veðurstofunnar. Óvissustig er núna á sunnanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu.

Samhæfingamiðstöð Almannavarna var virkjuð kl. 17:00 í dag og verður virk fram til morguns.