Óvissustig Almannavarna aflétt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi aflýsir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs sem gekk yfir. Óvissustigið var sett á 18. desember sl. vegna slæmrar veðurspár um allt land en sérstaklega á Suðurausturlandi. Veður hefur mikið gengið niður og mun halda áfram að draga úr vindi fram eftir degi. Léttskýjað er orðið á flestum stöðum á landinu en verður áfram él á Norður- og Austurlandi.