Óvissustig Almannavarna vegna hlaups úr Grímsvötnum

Ríkislögreglustjóri,  í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi, lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulhlaups úr Grímsvötnum.  Íshellan í Grímsvötnum er tekin að lækka og má búast við því að vatnið sem rennur undan henni komi fram í Gígjukvísl á næstu dögum.  Vatnsstaða í Grímsvötnum er lág og því er ekki búist við stóru hlaupi sem ógnað gæti mannvirkjum.

Frekari upplýsingar má finna á vef Veðurstofu Íslands: https://vedur.is/um-vi/frettir/litid-hlaup-ur-grimsvotnum