Óvissustig Almannavarna vegna veðurs á Suðausturlandi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. Appelsínugul viðvörun tekur gildi í fyrramálið kl. 7 á Suðurausturlandi og á óvissustigið við um það svæði sem appelsínugula viðvörunin nær yfir. Þar er von á norðaustanofsaveðri og verður hvassast næst sjávarsíðunni. Líkur eru á vindhviðum að 45-50 m/s. Foktjón er líklegt og því ekkert ferðaveður.

Víða um land verða veðurviðvaranir í gildi á morgun og fólk sem hugar að ferðalögum því hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám á www.vedur.is og upplýsingum um ástand á vegum á www.vegagerdin.is.