Óvissustig Almannavarna vegna veðurs aflýst

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Vesturlandi,  Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsa óvissustigi Almannavarna i fyrrgreindum umdæmum. Óvissustigið var sett á vegna veðurs sem gekk yfir hluta landsins laugardaginn 11. febrúar.

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkuð klukkan 12:00 í dag en lauk störfum klukkan 22 í gærkvöldi. Áfram halda þó viðbragðsaðilar að fylgjast með, ekki síst afleiðingum veðursins ef einhver verða.

Verkefni gærdagsins snérust helst að björgunarsveitum víða um land sem höfðu í nægu að snúast allan daginn. Flest verkefnin voru á höfuðborgarsvæðinu.