Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum

16. apríl 2015 14:54

Lýst hefur verið óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Þá hefur verið lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði og rýming ákveðin á reit 9, en á þeim reit eru engin íbúðarhús, aðeins tveir vinnustaðir. Þá eru vegirnir um Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg lokaðir vegna snjóflóðahættu.