Óvissustigi á Austurlandi aflýst

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna sem lýst var yfir 28. september síðastliðinn vegna úrkomu og vatnavaxta.  Dregið hefur úr vatnavöxtum og almenn skriðuhætta er liðin hjá.  Áfram er þó fylgst vel með þekktum skriðusvæðum í umdæminu.

Óvissustig vegna almannavarna gildir áfram í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi.