Óvissustigi aflétt á Suðurnesjum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hafa ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum.

Komið er jafnvægi á hitaveituna á Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum.  Neyðarstig Almannavarna var sett á 8. febrúar sl. þegar í ljós kom að heitavatnslögnin sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ rofnaði.