Óvissustigi vegna veðurs aflýst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjóra á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi almannavarna vegna veðurs sem gekk yfir umdæmin um helgina. Engar veðurviðvaranir eru í gildi á þessum svæðum.

Áfram eru í gildi almannavarnastig í umdæmum lögreglustjóranna á Austurlandi og Suðurlandi.  Þar eru í gildi veðurviðvaranir út daginn í dag og er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með veðri og færð á þessum slóðum.