Rútuslys við Kálfárvelli á Snæfellsnesi

Klukkan 17:28 í kvöld var tilkynnt um rútuslys á þjóðveginum við Kálfárvelli á sunnanverðu Snæfellsnesi. Fimmtán manns voru um borð í rútunni og fimm eru slasaðir.

Björgunarlið á Snæfellsnesi og úr Borgarnesi fór strax á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar hefur verið send af stað til að flytja sjúklinga. Allir þeir sem voru í rútunni eru komnir í skjól og verið er að flytja slasaða á sjúkrahús.

Aðgeðrastjórn almannavarna á Vesturlandi hefur verið virkjuð á Akranesi og samhæfingarstöð almannavarna í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð hefur einnig verið virkjuð.