Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð vegna þriggja snjóflóða

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð nú rétt fyrir miðnætti vegna þriggja snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili. Eitt flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri, tvö flóð féllu við Flateyri. Búið er að boða út alla viðbragðsaðila á svæðinu og er þyrla Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu.

Ekki er vitað um meiðsli á fólki á þessari stundu.