Samhæfingarstöðin virkjuð

16. nóvember 2017 09:05

Samhæfingarstöðin var virkjuð í morgun um klukkan 6:00 og viðbragðsaðilar kallaðir út, er boð komu frá Neyðarlínunni um virkjun flugslysaáætlunar Keflavíkurflugvallar. Flugstjóri flugvélar Air Iceland Connect, sem var að koma frá Akureyri tilkynnti um bilun í hjólabúnaði. Þrjátíu og sjö manns voru um borð í vélinni.  Vélin lenti heilu og höldnu og um klukkan 6:40 var virkjun flugslysaáætlunarinnar afturkölluð.

Síðast uppfært: 23. nóvember 2017 klukkan 13:29