Samhæfingastöð Almannavarna virkjuð vegna yfirvofandi eldgos við Sundhnúksgíga.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá hófst hófst jarðskjálftahrina við Sundhnúksgíga rétt fyrir kl. 3 í nótt þegar hátt í 200 jarðskjálftar voru mældir á svæðinu.  Virknin hefur færst í átt að Grindavík. Bæði borholuþrýstingsmælingar (frá HS Orku) og rauntíma GPS stöðvar á svæðinu sýna einnig breytingar og því er líklegt að kvikuhlaup sé að eiga sér stað.  Túlkun á þessum gögnum bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi og er hraungos líklegasta sviðsmyndin.

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt.  Lögreglan á Suðurnesjum er að rýma Grindavík og gengur það vel. Mikil hálka er á vegum frá Grindavík, við biðjum íbúa að fara varlega. Hótelgestir sem gistu í Svartsengissvæðinu hafa yfirgefið svæðið og hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í Efstaleiti 9 í Reykjavík.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu.  

Eldgos er ekki hafið en allt viðbragð miðar við að það sé yfirvofandi.