Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á spá Veðurstofunnar á slæmum veðurhorfum við suðausturströndina og undir Eyjafjöllum í nótt og í fyrramálið.
Vaxandi austan og norðaustan átt, 18-25 m/s við suðausturströndina, í nótt og í fyrramálið, hvassast í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum. Snjókoma og víða hvassir vindstrengir við fjöll (35-45 m/s). Dregur úr vindi eftir hádegi á morgun. Vert er að hafa í huga að í hvössum vindi og ofankomu verður skyggni mjög lítið og líklegt að færð spillist.