Snjóflóðahætta á Norðanverðum Vestfjörðum

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi Veðurstofunnar, vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustigið gildir frá miðnætti í kvöld.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að spáð sé talsverðri eða mikilli snjókomu og éljagangi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Búist er við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s. Samgöngutruflanir eru líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.

Ferðafólki á þessu svæði er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/vestfirdir